Rabotnik

RobotnikFékk mér vélmenni. Nú þarf ég ekki að gera neitt, ekki einu sinni læra. Svo getur það einnig geymt geislasverð, en oft hefi ég óskað þess við hversdagslegar aðstæður að geislasverð væri við höndina.

Annars dregur það til tíðinda að eftir því sem líður á árið virðist sem lofthitastigið hækki. Ef heldur sem horfir mun verða óbærilegt í desember. Nánari útreikningar koma síðar.

Þarf að huga að geimskipi mínu, en það var bakkað á það á geimskipastæði í fyrradag.

Skóreim

reimarReimin á hægri skónum mínum losnaði í gær. Hún hefur lofað að gera þetta aldrei aftur, en hún sagði það líka síðast.

Lærdómur

lærdómur

 

 

(Boðskapur birtur sem mynd þar eð  hið háæruverðuga vefdagbókarkerfi Morgunbleðilsins höndlar ekki önnur stafróf en það sem Jónas frá Hriflu notaðist við.)


Svíþjóð

úti1Eins og sjá má er Svíþjóð eins og hún leggur sig á kafi í snjó. Þurfa menn ítrekað að grafa sig út úr híbýlum sínum, og komast þó illa leiðar sinnar er út er komið.

Tillaga hefur verið lögð fram þess efnis að Norðmenn skuli fluttir inn, en þeir geta nagað sig í gegnum flestar hindranir, og þá sérstaklega snjó. Var þetta ástæðan fyrir því að Norðmenn voru bannaðir á sínum tíma, en þeir áttu það til að naga göt í veggi og bíla. 


Vatnavextir

Wasser bitte

Orðrómar frá fjarlægum landsvæðum

Óttast er að fjórtán trilljón flugur hafi misst heimili sín þegar Krasnajavatn flæddi yfir bakka sína. Er nú vatnið orðið þrefalt stærra að flatarmáli en venjulegt er. Fiskar hafa í kjölfar þessa sótt í sig veðrið og hafið sókn í norður, en hersveitir Steinastana undir forystu Mirjaqip Khan hafa getað haldið þeim í skefjum hingað til. Búist er við að þeir haldi út í tvær vikur og mun þá umsátur hefjast um helstu kastala landsins. Er talið að ástæða vatnavaxta sé aðgerðir róttækra aðskilnaðarfiska.

 


Heimshorna á milli

KönnuðurÍ heimsleiðöngrum mínum hingað til hefi ég reynt að kanna hinn mannaða heim, en lítill tími hefur þó gefist til. Enn sem komið er lítur heimskortið einhvernveginn svona út. Rautt er kannað landsvæði, fjólublátt er land sem vitað er með nokkurri vissu að er til og bleikt er land sem ferðalangar víða að halda fram að fyrirfinnist. Enn á eftir að staðfesta slíkar getgátur hins vegar.

Miðland er eyjan rétt norðvestan við miðju, við hliðina á hinu gríðarstóra Skjaldbökulandi. Kjötbolluland er rauða lengjan í háaustur frá Eylandi. Vestur af Kjötbollulandi skagar land sem talið er vera byggt villtum mönnum, og hefur heyrst af landi í austri einnig, en ekki er mikið vitað um búsetu þar. Umfjöllun um fleiri landsvæði kemur síðar.


Sniðugheit, hvursu takmörkuð sem vænta má...

Rauða hafið Fattarðu?

Ja, hvur djöfullinn

(Varðandi fyrirsögn, þá er ekki mælt með að tungumálahreinleikasinnar, þ.e.a.s. einhverjir sem láta sig máli skipta að hér og þar leynist eitt og eitt blótsyrði séu að væflast hérna leiðréttandi eða bendandi á það sem þeim þykir betur mætti fara. Slíkt verður varla marktækt.)

 Nú hefi ég opnað eitt stykki vefdagbók, og svo virðist sem „bensi“ hafi verið alveg frítt sem notandanafn. Greip því tækifærið, og kannski fram fyrir hendur annarra sem kannski girntust það nafn.

Eigi er að láta í ljósi neina bjartsýni að færslur skuli flæða hér villt og galið, því allnokkrum sinnum hefi ég áður reynt að byrja þvílíka síðu, en eftir stuttan tíma gleymt tilveru hennar. Þetta gæti talist viðvörunarpóstur til þeirra sem gætu í framtíðinni reynt að lesa hér nýjar færslur en án árangurs. Verðugri verkefni leynast víða.

 Þangað til mér hentar að skrifa næst

Hej så länge.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband